Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 507 svör fundust

Hver fékk Nóbelsverðlaunin í læknavísindum 2016 og fyrir hvað?

Japanski líffræðingurinn Yoshinori Ohsumi hlaut Nóbelsverðlaunin í læknavísindum árið 2016 fyrir rannsóknir á frumuferli sem nefnist sjálfsát (e. macroautophagy) [1][2]. Fjölfrumungar eins og maðurinn eru samsettir úr milljörðum fruma, sem saman mynda vefi líkamans. Frumur líkamans framleiða sífellt ný prótín, og ...

Nánar

Er hægt að varðveita prump í krukku?

Upprunalega spurningin var: Ef maður prumpar i krukku/dós og lokar strax eftir, helst lyktin af prumpinu í krukkunni? Til þess að nýta næringarefni úr mat þurfum við að melta fæðuna. Meltingarvegurinn er nokkurra metra langur og nær frá munni til endaþarmsops. Frumur líkamans geta notað næringarefni eins og...

Nánar

Hvað veldur nýburagulu?

Nýburagula er ástand í nýburum sem stafar af gulu litarefni sem kallast gallrauði (e. bilirubin). Þetta efni myndast við niðurbrot á slitnum rauðkornum en í þeim er rauða litarefnið blóðrauði. Járnið í blóðrauðasameindum er notað aftur í nýjar sameindir en prótínhlutanum er breytt í gallrauða sem þarf að fjarlægja...

Nánar

Af hverju er oft lítið ljós á söfnum, þola fornleifar ekki mikið ljós?

Ljós og rakabreytingar eru meðal þeirra umhverfisþátta sem geta valdið skemmdum á safnkosti. Þar á meðal eru ýmsar litabreytingar af völdum ljóss: gripir geta upplitast, dökknað eða gulnað. Hiti frá ljósi getur einnig valdið ofþornun og stökknun ýmissa efna. Gripir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ljósskemmdum ...

Nánar

Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?

Brennisteinstvíildi, sem einnig er nefnt brennisteinsdíoxíð, er litlaus lofttegund sem flestir finna lykt af, ef styrkurinn nær um það bil 1000 µg/m3. Allt jarðefnaeldsneyti inniheldur brennistein og er það háð uppruna og tegund eldsneytisins hve mikill hann er. Meginhluti þess brennisteinstvíildis sem lendir a...

Nánar

Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði?

Lyktin frá borholum á Hellisheiði stafar af brennisteinsvetni (H2S) í gufunni, en það er litlaus, baneitruð og eldfim lofttegund. Sagt er að þefskynið taki öllum mælitækjum fram við að greina mjög lítinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu, en aukist styrkurinn hættir nefið að skynja lyktina og jafnframt ver...

Nánar

Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins?

Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...

Nánar

Ef maður ropar ekki, rekur maður þá meira við?

Líklega er réttast að svara þessari spurningu með því að svo þarf ekki að vera. Loft sem fer út úr líkamanum sem ropi kemur í flestum tilfellum úr maga eða vélinda og er upphaflega loft sem maður hefur gleypt. Loft sem kemur út um hinn endann myndast oftast í ristlinum þegar bakteríur sem búa þar brjóta ni...

Nánar

Eru geitur með þrjá maga?

Geitur eru með svokallaðan fjögurra hólfa maga líkt og kýr og önnur jórturdýr. Hólfin nefnast vömb, keppur, laki og vinstur (kvk.) og er vömbin langstærst að rúmmáli, um 80% af heildarrúmmáli magans. Vömbin verkar sem eins konar gerjunartankur. Fæðan fer nánast ótuggin þangað niður og gerjast í svolítinn tíma ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Unnar Arnalds rannsakað?

Unnar Arnalds er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskólans. Hann stundar rannsóknir í eðlisfræði þéttefnis með áherslu á efniseðlisfræði og þróun nýrra efna og á eiginleikum spunakerfa. Hann hefur auk þess starfað að þróun tækjabúnaðar í eðlisfræði og efnisvísindum og smíðaði meðal annars fyrstu smugsjána sem se...

Nánar

Hvað er þvagsýrugigt?

Spurningin í heild hljóðar svona: Hvað er þvagsýrugigt? Af hverju stafar hún? Er hún hættuleg? Hver er meðferðin við henni? Þvagsýrugigt byrjar oftast skyndilega með miklum verkjum og bólgu í einum lið. Sá liður sem oftast verður fyrir barðinu á þessu er fremsti liður stóru táar en aðrir liðir geta átt í hlut, ...

Nánar

Eru ofskynjunarsveppir ólöglegir á Íslandi?

Já, innflutningur, útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla ofskynjunarsveppa er ólögleg skv. lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni. Í 1. mgr., sbr. 4. mgr. 2. gr. laganna kemur fram að neysla þeirra efna sem talin eru upp í lögunum sé bönnuð. Í 6. gr. lagann...

Nánar

Hvað er Parkinsonssjúkdómur?

Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...

Nánar

Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?

Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og f...

Nánar

Fleiri niðurstöður